2.keppni - 1. umferð Rökræðukeppni JCI Íslands

Laugardaginn 3. mars fór fram hörkuspennandi ræðukeppni þar sem öttu kappi JCI Reykjavík gegn hina sterka liði JCI Vestfjörðum.

Í okkar liði voru Ásbjörn Ólafsson frummælandi, Theadór Bender stuðningsmaður og Ingólfur Pétursson meðmælandi. Liðstjóri var Helgi Guðmundsson forseti JCI Reykjavíkur.

Umræðuefnið var: "Lagt er til að foreldrar velji börnin sínum maka" og var okkar lið tillöguflytjendur.

Okkar menn höfðu æft sig af kappi fyrir keppnina og mættu sterkir til leiks og voru ekki með neina tæpitungu, heldur voru þeir gífurlega sannfærandi enda einn af þeim 3ja barna faðir og annar "sannur sonur" og skein í gegn traustið sem hann bar til foreldra sinna og augljóst að hann myndi hlýta þeirra ákvörðun ef þau veldu konu handa honum.

 Fóru leikar þannig eftir æsispennandi keppni að okkar menn unnu Vestfirðingana en titilinn "ræðumaður dagssins" hlaut Linda Pétursdóttir JCI Vestfjörðum.

Það verður skemmtilegt að fylgjast með seinni umferð Rökræðukeppninnar þar sem okkar lið mætir liði JCI Esju.

 

Höfundur:

Anna María Bjarnadóttir

gjaldkeri JCI Reykjavíkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband