6 félagar gengu til liðs við félagið, 20. ágúst
27.8.2007 | 22:29
Síðasta mánudag fór fram lokakvöld Ræðu I í sjálfstæðissalnum í Mjódd, þar útskrifuðust 6 flottir einstaklingar af ræðu I .Umræðuefnið var: Lagt er til að banna útlendingum að koma til Íslands. Úrslitin fóru þannig að lið tillöguflytjenda hafði sigur en ræðumaður dagssins kom úr röðum andmælanda; Kristófer Leifsson.Af þessum 6 gengu 5 til liðs við félagið:Arnar Már Búason, Kristófer Leifsson, Íris K. Andrésdóttir, Júlía T. Kimsdóttir og Ollý Aðalgeirsdóttir. Að auki gekk inn Iðunn A. Ólafsdóttir (hún útskrifaðist af ræðu I fyrr í sumar).Óskum við nýju félögunum innilega til hamingju með inngönguna og hlökkum til að sjá meira af þeim í framtíðinni innan raða JCI!p.s. minni á félagsfundinn á þriðjudaginn kemur - samtökin Fair Trade verða gestir fundarins!
Anna María Bjarnadóttir liðstjóri mótmælanda (alheimsvina)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.